VÖRUÖRYGGI
7. Forðast að snerta hluti sem hreyfast. Til að koma í veg fyrir
slys og/eða skemmdir á hrærivélinni á að halda höndum,
hári og fatnaði, sem og sleikjum og öðrum áhöldum, frá
hræraranum þegar hann er í notkun.
8. Ekki skal nota nein tæki með skemmdar snúrur eða klær
eða eftir að tækið hefur bilað, dottið eða skemmst á
nokkurn annan hátt. Skilið tækinu til næsta viðurkenndrar
þjónustumiðstöðvar til skoðunar, viðgerðar eða stillingar á
rafmagns- eða vélrænum búnaði.
9. Notkun fylgihluta, sem KitchenAid mælir ekki með eða selur,
getur valdið eldsvoða, raflosti eða meiðslum.
10. Ekki nota hrærivélina utandyra.
11. Ekki láta snúruna hanga fram af borði eða bekk.
12. Ekki láta snúruna snerta heitt yfirborð, þar á meðal eldavél.
13. Takið flata hrærarann, hrærara með sveigjanlegri brún,
víraþeytara, deigkrók eða deighrærara úr hrærivélinni áður
en þeir eru þvegnir.
14. Börn skulu vera undir eftirliti til að tryggja að þau leiki sér
ekki með tækið.
15. Ef snúran er skemmd verður að skipta um hana af
framleiðanda eða þjónustuaðila eða svipuðum hæfum
einstaklingi til að koma í veg fyrir hættu.
16. Yfirgefið aldrei tækið eftirlitslaust þegar það er í notkun.
17. Til að koma í veg fyrir skemmdir á vörunni má aldrei nota
hrærivélarskálarnar nálægt miklum hita, svo sem í ofni,
örbylgjuofni eða á eldavél.
18. Látið tækið kólna alveg áður en hlutir eru settir á eða teknir
af og áður en tækið er þrifið.
19. Skoðið kaflann „Umhirða og hreinsun" fyrir leiðbeiningar um
þrif á yfirborði þar sem matvæli hafa verið.
20. Þetta tæki er ætlað til notkunar á heimilum eða álíka notkun,
eins og:
- á kaffistofum starfsfólks í verslunum, á skrifstofum eða
öðrum vinnustöðum;
- á bóndabæjum;
- fyrir gesti á hótelum, mótelum eða öðrum gististöðum eða
íbúðum;
- á gistiheimilum.
GEYMDU ÞESSAR LEIÐBEININGAR
Einnig má finna leiðbeiningar á netinu á vefsíðu okkar:
W11555951D.indb 145
W11555951D.indb 145
www.KitchenAid.eu
145
5/20/2022 6:46:34 PM
5/20/2022 6:46:34 PM