NOTKUN VÖRUNNAR (ÁFRAM)
ATHUGIÐ: Professional töfrasprotann má eingöngu setja eins djúpt ofan í vökva og lengd
fylgihlutarins. Ekki setja Professional töfrasprotann ofan í vökva upp fyrir samskeyti
fylgihlutarins, því það gæti valdið skemmdum á honum. Ekki setja mótorhúsið á kaf í vatn eða
aðrar blöndur.
5.
Ýttu á LOCK rofann til að taka lásinn af Professional töfrasprotanum og ýttu síðan á
POWER/PULSE rofann til að kveikja á honum.
Til að fá sem bestan árangur skal setja Professional töfrasprotann með þeytarann
viðfestann á ská ofan í pottinn eða skálina með hráefnunum. Notaðu lausu hendina til að
halda í pottinn eða skálina eða haldið í Professional töfrasprotann nálægt neðsta hluta
mótorsins til að fá betri stöðugleika. Mundu að stöðva Professional töfrasprotann áður en
hann er tekinn upp úr potti eða skál, til að koma í veg fyrir skvettur.
Notaðu létta hringlaga hreyfingu úlnliðsins, dragðu þeytarann lítillega upp og láttu hann
falla aftur niður í hráefnin. Leyfðu úlnliðshreyfingunni og þyngd þeytarans að vinna verkið.
Notaðu aukahandfangið ef þess þarf til að fá betri stöðugleika á meðan verið er að blanda.
6.
Slepptu POWER/PULSE rofanum þegar blöndun er lokið og áður en Professional
töfrasprotinn er tekinn upp úr blöndunni.
7.
Taktu úr sambandi strax eftir notkun, áður en þú fjarlægir eða breytir um fylgihluti. Hreyfing
úlnliðar þegar blandað er.
NOTKUN Á SKÁLARKLEMMU OG STÖÐUGUM GANGI
MIKILVÆGT: Stöðugur gangur er með ráðlagðan hámarkstíma fyrir blöndun:
30 mínútur — lítill hraði
10 mínútur — mikill hraði
1.
Renndu krækjunni með hakinu inn í raufina á skálarklemmunni efst; notaðu síðan
stillihjólið til að herða hana á réttum stað fyrir skálina sem þú notar til að blanda í.
2.
Renndu skálarklemmunni yfir brúna skálarinnar sem á að blanda í og láttu hvítu grópina
smellast á skálina. Snúðu síðan hnúðnum til að herða.
3.
Smelltu Professional töfrasprotanum í raufina neðst á stuðningsörmum skálarklemmunnar
þannig að töfrasprotinn fari ofan í blönduna sem á að blanda.
4.
Ýttu á rofann LOCK til að taka Professional töfrasprotann úr lás og ýttu síðan á gikkinn
POWER/PULSE og hnappinn fyrir stöðugan gang samtímis. Slepptu síðan gikknum
POWER/PULSE til að láta töfrasprotann ganga stöðugt. Professional töfrasprotinn gengur
handfrjálst í þessari stillingu.
UMHIRÐA OG HREINSUN
MÓTORHÚSIÐ ÞRIFIÐ
MIKILVÆGT: Láttu heimilistækið kólna alveg áður en hlutir eru settir á eða teknir af og áður en
tækið er hreinsað.
ATHUGIÐ: Ekki setja mótorhúsið á kaf í uppþvottalausn, skolvatn eða sótthreinsilausn, því það
gæti valdið skemmdum á því.
Þrífið ávallt Professional töfrasprotann fyrir fyrstu notkun, eftir hverja notkun og áður en hann
er settur í geymslu.
1. Takið Professional töfrasprotann úr sambandi fyrir þrif.
2. Fjarlægið fylgihluti með því að snúa (sjá hlutann „Notkun vörunnar").
3. Strjúkið af mótorhúsinu og rafmagnssnúrunni með volgum klút vættum í sápuvatni og
þurrkið af með rökum klút. Þurrkið með mjúkum klút. Nota má mildan uppþvottalög en ekki
nota gróft hreinsiefni.
142